Obama segist fullur auðmýktar

Barack Obama, Bandaríkjaforseti,  er fullur auðmýktar eftir að tilkynnt var í morgun að hann hljóti friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta hefur bandarískur embættismaður eftir forsetanum.

Sagði embættismaðurinn að Robert Gibbs, talsmaður Obama, hefði vakið hann klukkan 6 að staðartíma í Washington til að færa honum þessar fréttir. 

Viðbrögð við ákvörðun norsku Nóbelnefndarinnar hafa almennt verið jákvæð en þó er ljóst að hún hefur komið töluvert á óvart.

Mohamed ElBadadai, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, sem hlaut verðlaunin árið 2005, sagðist í yfirlýsingu vera himinlifandi yfir því að Obama hljóti verðlaunin.

„Það tæpa ár, sem hann hefur verið í embætti, hefur hann breytt viðhorfum okkar til okkar sjálfra og umheimsins og hann hefur endurvakið vonina um heim þar sem friður ríkir," sagði ElBaradai.  

Bandaríkin tekin í sátt

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að verðlaunaveitingin sýndi, að umheimurinn hefði tekið Bandaríkin í sátt á ný.   

Thorbjørn Jagland, formaður verðlaunanefndar friðarverðlaunanna, með mynd af Obama.
Thorbjørn Jagland, formaður verðlaunanefndar friðarverðlaunanna, með mynd af Obama. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert