Hýddar fyrir að ganga í brjóstahaldara

Ástandið í Sómalíu telst varla boðlegt.
Ástandið í Sómalíu telst varla boðlegt. Reuters

Uppreisnarhópurinn Al -Shabaab heldur úti byssumönnum sem herja á sómalískar konur á götum Mogadishu og athuga hvort þær klæðist brjóstahöldurum. Meðlimir hópsins eru harðlínu múslímar sem telja það brjóta gegn lögum Íslam. Finni þeir konu í brjóstahaldara er hún hýdd opinberlega.

Breska dagblaðið Daily mail greinir frá og hefur eftir íbúa borgarinnar að miðað sé á konur byssum og þeim gert að hrista brjóstin. Auk þessa hefur uppreisnarhópurinn bannað kvikmyndir og knattspyrnu. Karlmenn sem ekki bera skegg eru einnig hýddir.

mbl.is

Bloggað um fréttina