Rekinn eftir að segja áfengi skaðlegra en önnur vímuefni

Rekinn fyrir að segja áfengi hættulegra en margar tegundir fíkniefna.
Rekinn fyrir að segja áfengi hættulegra en margar tegundir fíkniefna.

Formaður ráðgjafarnefndar sem breska stjórnin skipaði í baráttunni gegn notkun fíkniefna og um leið helsti ráðgjafi breskra stjórnvalda í baráttunni gegn fíkniefnum, prófessor David Nutt, hefur verið rekinn eftir að hafa lýst því yfir opinberlega að fíkniefnin e-töflur og LSD séu hættuminni en áfengi.

Heimildir bresku fréttastöðvarinnar Sky herma að innanríkisráðherrann Alan Johnson hafi beðið Nutt að íhuga stöðu sína í ljósi yfirlýsinganna , og um leið sagt að hann bæri ekkert traust til hans.

Nutt sagði í samtali við Sky að hann liti svo á að hann hafi verið rekinn. Það að hafa verið beðinn um að segja af sér sé illa falinn brottrekstur.

Athugasemdir Nutt um að margar tegundir fíkniefna væru hættuminni en áfengi fóru þvert ofan í marga en hann sagði meðal annars að það væri ekkert minna hættulegt að taka e-töflu en að ríða út á hesti.

Nutt sagði áfengi og sígarettur hættulegri en sum ólögleg fíkniefni, m.a. kannabis, LSD og e-töflur.

mbl.is

Bloggað um fréttina