Obama kominn til Peking

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, kom í dag til Peking, höfuðborgar Kína, þar sem hann mun eiga viðræður við kínverska ráðamenn. Obama var fyrr í dag í Shanghai þar sem hann átti m.a. opinn fund með námsmönnum.  

Xi Jinping, varaforseti Kína, tók á móti Obama á flugvellinum í Peking en almennt er búist við að Xi taki við af Hu Jianto, forseta, árið 2012. 

Obama mun sitja kvöldverð í boði Hu síðar í dag. Þeir munu síðan eiga viðræður á morgun.   

Xi Jinping og Barack Obama á flugvellinum í Peking.
Xi Jinping og Barack Obama á flugvellinum í Peking. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert