Kaupmannahöfn umhverfisvænust

Svipmynd frá Kaupmannahöfn.
Svipmynd frá Kaupmannahöfn.

Kaupmannahöfn er umhverfisvænasta borg Evrópu samkvæmt rannsókn  sem náði til 30 stórra borga í álfunni og kynnt var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn.

Stokkhólmur er í öðru sæti og síðan Ósló, Vín og Amsterdam á lista yfir umhverfisvænustu borgir Evrópu samkvæmt rannsókn sérfræðinga á vegum tímaritsins Economist. Í rannsókninni var meðal annars tekið tillit til losunar koltvísýrings, orkunýtingar, samgangna, vatnsgæða, loftgæða, sorps og landnýtingar. Losun koltvísýrings er minnst í Ósló, samkvæmt rannsókninni.

Nær 75 milljónir manna búa í borgunum sem rannsóknin nær til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert