ESB heitir milljörðum evra

Reuters

Leiðtogar Evrópusambandslandanna hittust á fundi fyrr í dag og ræddu þar framlög landanna til þróunarríkjanna, en nota á fjármunina til þess að takast á við aðsteðjandi hættur vegna loftlagsbreytinga.

Bundu menn vonir við að fjárframlög ESB ríkjanna gætu aukið líkurnar á því að breið sátt náist á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn og lýkur 19. desember nk.

Þess var vænst að leiðtogar ESB-ríkjanna myndu tilkynna fjárstuðning sem næmi sex milljörðum evra, eða sem samsvarar 1.100 milljörðum íslenskra króna, sem nota eigi til þess að hjálpa fátækustu löndum heims á árunum 2010-2012.

Bretar hafa heitið því að leggja fram 885 milljón evrur, Svíar 765 milljónir evra og Danir, Belgar og Finnar á bilinu 100-160 milljónir hver þjóð.

„Við ætlum ekki að leggja fram óútfylltan tékka sem leyfir öðrum að koma sér hjá fjárskuldbindingum,“ segir Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands. Við þessi orð bætti Mikolaj Dowgielewicz, ráðherra Evrópumála í Póllandi, „Enginn vill borga fyrir Kaupmannahöfn.“

Þýsk og frönsk stjórnvöld hafa enn ekki gefið upp hversu mikið þeir hyggist leggja til, en haft hefur verið eftir ráðamönnum í Frakklandi að þeir vilji að Evrópa skuldbindi sig til þess að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um meira en þau 20% sem þegar hefur verið rætt um fyrir árið 2020, samanborið við losun 1990.

Ráðamenn hjá ESB hafa boðist til þess minnka losun um allt að 30% ef aðrar iðnþjóðir heims heiti samskonar samdrætti. Raunar hafði Jean-Louis Borloo, umhverfisráðherra Frakklands, sagt fyrir fundinn að ESB ætti að minnka losun um 30% eins fljótt og auðið væri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...