Kona barði páfa

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. Reuters

Kona stökk yfir öryggisgirðingu og sló Benedikt páfa XVI þannig að hné niður. Atburðurinn átti sér stað þegar páfi var að syngja miðnæturmessu í Péturskirkjunni í Róm. Páfi slasaðist ekki og lauk athöfninni eins og ekkert hefði í skorist.

Konan barði einnig kardínála og var hann fluttur í sjúkrahús. Ekki er vitað hvað konunni gekk til með því að berja páfa. Þúsundir manna fylgdust með messunni.

Hér má sjá frásögn af atvikinu á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert