Sex féllu í aðgerðum Ísraelsmanna

Ísraelskir hermenn í Nablus í morgun.
Ísraelskir hermenn í Nablus í morgun. Reuters

Ísraelskar hersveitir felldu sex Palestínumenn í aðgerðum  í morgun, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá hernum. 

Ísraelskur herflokkur fór inn í borgina Nablus og umkringdi þrjú hús í borginni. Síðan réðust hermenn til inngöngu í húsin og skutu þrjá menn. Herinn segir, að um hafi verið að ræða menn sem myrtu Ísraelsmann á Vesturbakkanum fyrr um daginn.  Herinn sagði, að einn mannanna hefði verið vopnaður. 

Mennirnir þrír eru sagðir vera félagar í svonefndum Al-Aqsa herdeildum, herskárri deild Fatah-samtakanna. 

Þá voru þrír Palestínumenn drepnir á Gasasvæðinu þegar þeir nálguðust öryggisgirðingu milli svæðisins og Ísraels. Ísraelsher segir, að mennirnir hafi virst ætla að gera árás.  

Hamassamtökin, sem ráða Gasasvæðinu, segja hins vegar að mennirnir hafi verið að leita að brotajárni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina