Handteknir fyrir samkynhneigð í Senegal

24 fjórir menn voru handteknir í Senegal á aðfangadag og sæta nú rannsóknar fyrir að hafa tekið þátt í „samkynhneigðum athöfnum" að sögn lögreglu í Afríkuríkinu, þar sem samkynhneigð er ólögleg. Mennirnir voru handteknir í strandbænum Sali og sakaðir um að hafa haldið leyfislausan gleðskap þar sem þeir tóku þátt í samkynhneigðum athöfnum.

Þeim var sleppt úr haldi daginn eftir en mál þeirra er enn til rannsóknar og mega þeir búast við því að vera kallaðir til yfirheyrslu hvenær sem er.  Lögregla gerði smokka og sleipiefni upptækt úr húsinu og fundu auk þess hárkollur og andlitsmálningu við húsleit.

Meirihluti senegölsku þjóðarinnar eru múslímar og eru viðurlög gegn lögbrotum með samkynhneigð allt að 5 ára fangelsisvist.  Mannúðarsamtök hafa krafist þess að lögin verða endurskoðuð en ríkisstjórnin segir að það standi ekki til.

Fyrir tæpu ári voru 9 senegalskir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir „ósæmilega hegðun sem stríðir gegn náttúrunni" eftir að þeir voru handteknir í einkaíbúð í höfuðborginni Dakar. Hæstiréttur landsins sneri dómnum við eftir áfrýjun og úrskurðaði að mennirnir skyldu látnir lausir.

mbl.is

Bloggað um fréttina