Aftenposten birtir skopteikningar Westergaard

Kurt Westergaard.
Kurt Westergaard.

Norska dagblaðið Aftenposten birti í dag endurgerð skopteikninganna af Múhameð spámanni sem danski teiknarinn Kurt Westergaard gerði árið 2005 og birtar voru í danska dagblaðinu Jyllands Posten það sama ár. Reynt var að myrða Westergaard í síðustu viku.

Í grein sem birt er um Westergaard í Aftenposten í dag eru birtar sex af þeim tólf skopmyndum sem birtar voru í Jyllands Posten á sínum tíma. Mikil reiði greip um sig meðal múslima eftir myndbirtinguna.

Aftenposten birti afrit af skopteikningunum árið 2005 en tók ekki þátt í sameiginlegum aðgerðum fjölda dagblaða árið 2006 um að birta skopteikningarnar á ný.

Af vef Aftenposten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert