Reyna að kaupa ákveðinni niðurstöðu fylgi

Pétur H. Blöndal gagnrýnir ummæli danska fjármálaráðherrans.
Pétur H. Blöndal gagnrýnir ummæli danska fjármálaráðherrans. mbl.is

„Þarna er verið að hafa áhrif á innanríkismál á Íslandi, með loforði um lán ef tiltekin niðurstaða verður ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Pétur H. Blöndal alþingismaður um yfirlýsingar danska fjármáraðherrans Claus Hjort Frederiksen.

Í frétt á danska vefmiðlinum Politiken á föstudag var haft eftir fjármálaráðherra Danmerkur, Claus Hjort Frederiksen, að frekari lán til Íslands sé háð því að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. Danskir fjölmiðlar skilja ummæli fjármálaráðherrans sem svo, að hafni Íslendingar Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu, fái þeir ekki meira lánsfé frá Danmörku.

„Í raun er með þessu verið að kaupa lögunum fylgi, sem er alveg svakalegt,“ segir Pétur um ummæli Frederiksen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert