Yfir 250 þúsund slasaðir á Haíti

Bandarískir hermenn eru á þönum í höfuðborg Haítí nú rúmri viku eftir að stóri skjálftinn reið yfir landið. Mikil örvænting er meðal íbúa enda minnka stöðugt líkur á að finna einhvern á lífi í rústum húsa. Ráfar fólk um borgina í leit að einhverju matarkyns enda hefur aðstoð verið að skornum skammti hingað til. Það virðist hins vegar vera að breytast til hins betra.

Alls hefur 121 verið bjargað úr rústum á þeirri rúmri viku sem liðin er frá skjálftanum, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum.

Stjórnvöld á Haítí segja að 75 þúsund hafi fundist látnir eftir skjálftann og að 250 þúsund séu slasaðir. Yfir ein milljón íbúa Haíti er heimilislaus eftir skjálftann. Þrátt fyrir að þessar tölur séu hinar opinberu tölur um mannfall og eyðileggingu þá er ljóst að tölurnar eiga eftir að hækka á næstu vikum.

Ættingjar fimmtán ára gamallar stúlku, Fabienne Cherisma, segja að lögreglan á Haítí hafi skotið hana til bana í gær. Er talið að lögreglan hafi ætlaða að skjóta viðvörunar skotum að fólki sem grunað var um gripdeild með þessum hörmulegu afleiðingum. Greip mikil reiði um sig meðal vitna enda reynir hver að bjarga sér um matvæli og vatni.

Tveimur konum var bjargað úr rústum í húsa í Port-au-Prince í gær, viku eftir skjálftann. Önnur þeirra, 25 ára gömul kona, fannst í rústum verslunarmiðstöðvar í Port-au-Prince en hún hafði hvorki fengið vott né þurrt í heila viku. Samkvæmt björgunarmönnum er hún með meðvitund og í þokkalega góðu ástandi.

Mexíkóskir slökkviliðsmenn björguðu konu um sjötugt úr rústum kirkju í nótt.  Björgunarmennirnir náðu sambandi við hana og gátu gefið henni vatn að drekka á meðan björguninni stóð í gegnum slöngu. Var hún syngjandi þegar tókst að ná henni úr rústunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...