Obama viðurkennir mistök

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í gærkvöldi að hann hefði vanrækt að styrkja tengsl sín við bandarísku þjóðina en hann varð fyrir miklu pólitísku áfalli á þriðjudagskvöld þegar repúblikanar unnu sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings af demókrötum í aukakosningum í Massachusetts.

Um er að ræða þingsæti, sem Edward Kennedy sat í en hann lést á síðasta ári. Demókratar hafa haldið þessu þingsæti allt frá sjötta áratug síðustu aldar þegar John F. Kennedy, bróðir Edwards, hreppti það.

Aðstoðarmenn Obama fullyrtu í gærkvöldi, að tilraunir forsetans til að koma á umbótum í heilbrigðiskerfi landsins væru ekki farnar út um þúfur þrátt fyrir að demókratar ráði ekki lengur 60 þingsætum í öldungadeildinni og geti því ekki komið í veg fyrir að repúblikanar geti stöðvað frumvörp með málþófi. 

Vísbendingar eru um, að Obama sé að undirbúa að leggja fram nýtt frumvarp um heilbrigðismál, sem gangi ekki eins langt og það sem nú liggur fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Fulltrúadeild þingsins hefur þegar samþykkt frumvarpið.

Obama viðurkenndi í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC í gærkvöldi, að mörg og erfið viðfangsefni hans á fyrsta ári kjörtímabilsins hefðu orðið þess valdandi að hann hefði ekki getað ræktað samband sitt við bandarísku þjóðina.  

Hann sagðist hafa talið, að ef hann einbeitti sér að því að taka góðar ákvarðanir um stefnumótun myndu kjósendur skilja það. En þess í stað hefði almenningi fundist forsetinn vera fjarlægur. 

Obama sagði í viðtalinu, að demókratar ættu ekki að reyna að þrýsta heilbrigðismálafrumvarpinu gegnum öldungadeildina áður en Scott Brown, sem kjörinn var í deildina á þriðjudag, tekur sæti sitt þar. Þess í stað eigi að reyna að ná samstöðu um þá þætti frumvarpsins sem lítill ágreiningur er um. 

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Baðtæki til sölu
Til sölu nýleg baðtæki, lítið notuð. Baðskápur með handlaug og blöndunartæki 10....