Tyrkir æfir út af þjóðarmorðum

Tyrknesk stjórnvöld hafa kallað sendiherra sinn heim frá Bandaríkjunum eftir að utanríkismálanefnd bandaríska þingsins samþykkti í kvöld ályktun þar sem morð Tyrkja á Armenum í fyrri heimstyrjöldinni eru skilgreind sem þjóðarmorð. Talsmenn Hvíta hússins höfðu hvatt nefndarmenn til þess að komast að öfugri niðurstöðu. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins.

„Við fordæmum þessa niðurstöðu þar sem tyrkneska þjóðin er sökum um glæpi sem hún hefur ekki framið,“ segir m.a. í opinberri tilkynningu tyrkneskra stjórnvalda.

Niðurstaða utanríkismálanefndarinnar var naum, en ályktunin var samþykkt með 23 atkvæðum gegn 22. Stjórnmálaspekingar höfðu varað við því að friðarviðræður Tyrkja og Armena gætu siglt í strand yrði þetta niðurstaðan.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort ályktunin, sem er ekki bindandi, muni fara áfram til afgreiðslu í þinginu sjálfu. En slíkt myndi vafalítið kalla á enn harðari viðbrögð Tyrkja, sem eru einn öflugasti bandamaður Bandaríkjamanna.

Árið 2007 var sambærileg ályktun samþykkt í þingnefnd, en síðan ýtt til hliðar áður en kom að afgreiðslu þingsins vegna þrýstings frá stjórn Georges W. Bushs þáverandi forseta. 


Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrklands er ekki skemmt.
Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrklands er ekki skemmt. UMIT BEKTAS
mbl.is

Bloggað um fréttina

Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...