37 létust í tilræðum í Moskvu

Sprengjur sprungu á tveimur lestarstöðvum í Mosku í morgun
Sprengjur sprungu á tveimur lestarstöðvum í Mosku í morgun Reuters

Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir að tvær sprengjur sprungu í jarðlestakerfi Moskvu í Rússlandi í nótt. Fyrri sprengjan sprakk í miðborginni á Lubyanka stöðinni og létust 25 þar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Síðari sprengjan sprakk um klukkustund síðar á Park Kutury stöðinni og létust tólf þar.

Tíu slösuðust á fyrri stöðinni en tólf á þeirri síðari, samkvæmt frétt Tass fréttastofunnar. 

Fyrri sprengjan sprakk klukkan  7:56 að staðartíma en 3:56 að íslenskum tíma og sú síðari fjörtíu mínútum síðar eða klukkan 8:38, 4:38 að íslenskum tíma, samkvæmt frétt BBC.

Enginn eldur braust út á Lubyanka lestarstöðinni, samkvæmt BBC. Höfuðstöðvar FSB, leyniþjónustu Rússlands, eru skammt frá stöðinni. 

Frá Lubyanka lestarstöðinni í morgun
Frá Lubyanka lestarstöðinni í morgun Reuters
Við innganginn á Lubyanka lestarstöðinni
Við innganginn á Lubyanka lestarstöðinni Reuters
Lögreglan á lestarstöðinni í Moskvu í morgun.
Lögreglan á lestarstöðinni í Moskvu í morgun. Reuters
mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Flottur Hyundai Tucson Comfort 2018
Hyundai Tucson Comfort 2,0 dísel 4x4 ekinn aðeins 11 þ. Km. Hiti í stýri, afteng...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...