Konur gerðu árásirnar í Moskvu

Lögreglumenn meina konu aðgang svæðinu við Lubjanka lestarstöðuna í morgun.
Lögreglumenn meina konu aðgang svæðinu við Lubjanka lestarstöðuna í morgun. Reuters

Rússneska öryggisþjónustan FSB segir, að konur hafi gert sjálfsmorðsárásirnar tvær, sem urðu að minnsta kosti 34 manns að bana og særðu 33 á tveimur jarðlestarstöðvum í Moskvu í morgun. 

Talsmaður FSB segir, að fyrstu rannsóknir bendi til þess, að konur hafi verið að verki bæði á Lubjanka lestarstöðinni skammt frá höfuðstöðvum öryggisþjónunnar, og á Park Kulturi stöðinni. Sprengjur sprungu í lestarvögnum á báðum brautarstöðvunum. Þetta gerðist um klukkan 8 að Moskvutíma í morgun þegar margir borgarbúar voru á leið til vinnu.  

Konurnar báru báðar sprengjubelti, að sögn Júrí Syomin, yfirsaksóknara Moskvu.  Að sögn rússneska almannavarnaráðuneytisins létust 22  og 12 særðust í sprengingunni á Lubjanka og 12 létu lífið og 7 særðust á Park Kulturi. Misvísandi upplýsingar um manntjón hafa raunar komið frá  rússneskum stjórnvöldum.

Þetta eru mannskæðustu hryðjuverkaárásir í Moskvu í rúman áratug. Aðskilnaðarsinnar í Tjetsníu hafa oft staðið fyrir slíkum árásum þótt úr þeim hafi dregið á síðustu árum. Vaxandi ókyrrð hefur hins vegar verið að undanförnu í rússnesku héröðunum Ingusetíu og Dagesten.

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Toyota Yaris sjálfskiptur 2005, skoðaður
Til sölu (for sale) ný skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150....