AGS: Evrópa forðist aðra deild

Dominique Strauss-Kahn í Rúmeníu í dag.
Dominique Strauss-Kahn í Rúmeníu í dag. Reuters

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að ríki Evrópu verði að grípa til efnahagsaðgerða til að koma í veg fyrir að þau dragist aftur úr Bandaríkjunum og Asíu. Strauss-Kahn líkir stöðunni við knattspyrnu og segir að Evrópa eigi í hættu að falla í aðra deild.

„Áhættan fyrir evrópsk hagkerfi er að vera í annarri deild en ekki í þeirri fyrstu, með Bandaríkjunum og Asíu,“ Strauss-Kahn þegar hann ávarpaði hagfræðinema í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu.

„Það er mögulegt að ef Evrópumenn grípa ekki til tafarlausra aðgerða, þá  muni baráttan eftir um 10-20 ára standa á milli Bandaríkjanna og Asíu, og á meðan sæti Evrópa á eftir,“ sagði hann ennfremur.

Hann metur þá hættu raunverulega að Evrópa geti færst út á jaðarinn á næstu 20 árum.

Til að sporna við þessu verði Evrópusambandið að styrkja stofnanir sambandsins. Efla nýsköpun, auka samkeppni og stuðla að hagvexti.

ESB þurfi á tólum að halda til að taka áhrifum kreppunnar og vinna að lausn hennar.


mbl.is
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð til 299.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 299.000 (er á leiðinni 4-6 vikur ) Hiti frá 3...
Pallhýsi Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...