Vagnar losnuðu úr norskri járnbraut

Járnbrautin var á leið til Lillehammer þar sem þessi mynd …
Járnbrautin var á leið til Lillehammer þar sem þessi mynd var tekin. Myndin er úr safni. Reuters

Fjórir járnbrautarvagnar losnuðu aftan úr járnbrautalestinni frá Lillehammer til Skien í Noregi nú síðdegis. Lestin var komin um 400 metra frá brautarstöðinni í Hamar þegar vagnarnir losnuðu. Fjórir fremstu vagnarnir héldu ferðinni áfram um stund áður en það uppgötvaðist að helmingurinn af lestinni varð eftir.

Talsmaður norsku járnbrautanna, NSB, sagði að tvö vagnasett sem tengd voru saman hafi losnað í sundur. Sem betur fer hafi öryggisbúnaður virkað og lausu vagnarnir stöðvast. Farþegar voru í vögnunum sem losnuðu og brá nokkuð við atvikið.

Það á ekki af norskum járnbrautum að ganga því í gær stöðvaðist öll járnbrautaumferð þar í landi þegar fjarskiptakerfi járnbrautanna bilaði. Við það þurfti að stöðva allar járnbrautir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert