Lokun Machu Picchu dýrkeypt fyrir Perú

Machu Picchu í Perú
Machu Picchu í Perú

Merkustu fornminjar Perú, inkarústirnar Machu Picchu, verða brátt formlega opnaðar að nýju eftir að hafa verið lokaðar af fyrir ferðamönnum í tvo mánuði. Miklar rigningar í janúar og skriður í kjölfarið lokuðu fyrir aðgang lesta að rústunum, sem eru vinsælasti ferðamannastaður Suður-Ameríku.

Hamfarirnar eru þjóðinni dýrkeyptar því fyrir hvern dag sem rústirnar eru lokaðar tapar perúska ríkið 1 milljón dollara í ferðamannatekjur. Um 90% af tekjum Perú í ferðaþjónustu koma frá Cuzco-héraði þar sem Machu Picchu er staðsett. Um helmingur borgarbúa í Cuzco vinna beint eða óbeint við ferðaþjónustu og  áætla má að þeir hafi orðið af heimsóknum um 60.000 ferðamanna vegna lokunarinnar.  

Enduropnun Machu Picchu er því gríðarlega mikilvæg, ekki aðeins fyrir efnahag Perú heldur einnig ímynd landsins út á við, enda hefur verið róið að því öllum árum að opna lestarsporin sem allra fyrst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...