Hafís eykst á norðurslóðum

Hafís úti fyrir Vestfjörðum. Myndin er úr myndasafni.
Hafís úti fyrir Vestfjörðum. Myndin er úr myndasafni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hafís hefur aukist mjög í Norður-Íshafinu upp á síðkastið að því er bandaríska snjó- og ísrannsóknamiðstöðin í Colorado upplýsir. Mjög bættist við hafísinn í síðasta mánuði og er nú meira af nýmynduðum ís en sést hefur áður á undanförnum áratug.

Grænlenska útvarpið KNR greinir frá því að nýmyndaða ísinn sé aðallega að finna í vestanverðu Íshafinu og við Beringshaf. Minna ber á honum í austurhluta Íshafsins sem liggur að Atlantshafi. Ísmagnið er nú aftur orðið svipað og það var fyrir árið 2000.

Dr. Mark Serreze, við bandarísku ísrannsóknamiðstöðina, sem tók upplýsingarnar saman segir að þessar nýju niðurstöður þýði ekki að hnattrænni hlýnun sé lokið. Hann segir að vöxt hafíssins megi þakka óvenju miklum kuldum, einkum í Beringshafi. 

Þykkt hafíssins hefur ekki verið mæld og telur Serreze að um sé að ræða þunnt íslag sem muni bráðna. 

mbl.is
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...