Ástandið á Grikklandi gæti breiðst um Evrópu

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn SEBASTIEN PIRLET

Með hverjum degi sem ekki tekst að leysa vanda Grikkja, aukast líkurnar á að kreppan þar í landi breiði sig út til annarra Evrópulanda, segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Markaðir víða um heim hafa tekið dýfu vegna áhyggja af ástandinu í Grikklandi og sagði Strass-Kahn að grípa yrði strax til aðgerða.

Strauss-Kahn er í Berlín ásamt Jean-Claude Trichet, forseta Evrópa seðlabankans, í þeim tilgangi að sannfæra þýska þingmenn um nauðsyn þess að koma Grikkjum til hjálpar. Eins og fram hefur komið lækkaði Standard & Poor's lánshæfismat Spánar, sem m.a. er rakið til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af stöðu mála. Þá hafa hlutabréfamarkaðir bæði í Portúgal og á Spáni tekið dýfu.

Strauss-Kahn telur hins vegar að ástandið á Grikklandi geti breiðst út til fleiri landa. „Við þurfum að endurvekja traust ... Ég er sannfærður um að við náum að leysa vandann. En ef við komum Grikkjum ekki til hjálpar, mun það hafa mjög miklar afleiðingar fyrir Evrópusambandið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert