Ráðist á mann með kollhúfu

Tveir vistmenn af geðsjúkrahúsi réðust í dag á karlmann með kollhúfu gyðinga sem var á gangi í frönsku borginni Strasbourg. Samfélag gyðinga í borginni telja árásina tengjast gyðingahatri. Maðurinn slasaðist aðeins lítillega og vistmennirnir voru handteknir.

Franska fréttastofan AFP greinir frá málinu og hefur eftir rabbínanum Rene Gutman að um árás sprottna af gyðingahatri hafi verið að ræða, og það um miðjan dag. Hann fordæmdi einnig árásina.

Engar upplýsingar liggja fyrir um tildrög árásarinnar, eða hvað árásarmönnunum gekk til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert