Allt á kafi í snjó í S-Frakklandi

Það snjóaði líka í norðurhluta Spánar í dag
Það snjóaði líka í norðurhluta Spánar í dag Reuters

Þúsundir franskra heimila eru án rafmagns eftir að allt fór á kaf í snjó í suðurhluta landsins. Gífurleg ölduhæð var við strandlengju S-Frakklands í dag þegar vetur konungur barði óvænt að dyrum.

Tré og runnar brotnuðu undan snjóþunganum og rufu raflínur í suðvesturhluta Frakklands. Alls voru 23 þúsund heimili án rafmagns vegna þessara óvenjulega veðurs miðað við árstíma.

Loka þurfti flugvellinum í  Perpignan og aflýsta nokkrum flugferðum um  Montpellier vegna snjókomunnar.

Á frönsku riveríunni mældist ölduhæðin um sex metrar og urðu talsverðar skemmdir á munum á ströndinni en á þessu svæði er verið að undirbúa kvikmyndahátíðina í Cannes sem hefst þann 12. maí nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert