Vilja vita hvaðan fötin koma

Evrópuþingið hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að skylda fataframleiðendur til að sýna upprunaland alls fatnaðar sem seldur er í aðildarlöndum sambandsins.

Markmiðið með tillögunni er að tryggja að viðskiptavinir verslana geti gengið úr skugga um hvort fatnaðurinn sé framleiddur í Evrópu eða í löndum á borð við Kína eða Pakistan.

„Viðskiptavinurinn hefur rétt til að vita hvaðan varan kemur,“ sagði hollenski þingmaðurinn Toin Manders.

Tillagan verður nú lögð fyrir fulltrúa aðildarlandanna 27 til samþykktar. Svipuð tillaga, sem náði til alls varnings, ekki aðeins fatnaðar, náði ekki fram að ganga fyrir fimm árum vegna ágreinings milli aðildarlanda.

Verði tillagan samþykkt er breytingin talin auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að halda áfram að framleiða fatnað í Evrópu, frekar en að flytja framleiðsluna til þróunarlanda, þar sem vinnuaflið er ódýrara. Slíkar reglur um að sýna beri upprunaland fatnaðar hafa verið settar í löndum á borð við Bandaríkin, Kanada og Japan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...
Útsala!!! Kommóða ofl..
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri stebbi_75@hotmail.com sími 659 5648...