Evran dauð innan fimm ára?

YIORGOS KARAHALIS

Samkvæmt könnun meðal 25 breskra hagfræðinga, sem Sunday Telegraph lét gera, verður evran sem sameiginlegur gjaldmiðill í Evrópu búinn að vera innan fimm ára. Einn var svo svartsýnn að telja að evran myndi ekki lifa af næstu viku.

Í frétt blaðsins segir að þetta sé fyrsta könnunin af þessu tagi eftir að ný ríkisstjórn David Cameron tók við völdum í Bretlandi. Krefjandi verkefni muni bíða fjármálaráðherrans í þeirri stjórn, George Osborne, í samskiptum við Evruríkin á næstunni.

Af þessum 25 hagfræðingum töldu 12 þeirra að evran ætti sér ekki viðreisnar von á næstu árum, átta töldu líklegt a svo færi en fimm gátu ekki alveg gert upp hug sinn. Tveir töldu að evran ætti möguleika að fengnum ákveðnum skilyrðum, m.a. greiðslufalli evruríkis á borð við Grikkland. Einn hagfræðinganna sagðist vera svo svartsýnn að telja að evran myndi ekki lifa af vikuna!

Hagfræðingarnir voru spurðir út í ýmis fleiri atriði í könnuninni. Meðal annarra niðurstaðna má nefna að þeir telja að hagvöxtur í Bretlandi á næsta ári verði einu prósentustigi minni en síðustu fjárlög gera ráð fyrir. Minna verði um lántökur hjá stjórnvöldum en skiptar skoðanir eru um hvort Englandsbanki muni hækka stýrivexti eða ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert