Segir vaxandi líkur á að evrusvæðið liðist í sundur

Evrur.
Evrur. Reuters

Líkurnar á að Efnahags- og myntbandalag Evrópu liðist í sundur hafa aukist að sögn Gina Sanchez, framkvæmdastjóra hjá bandaríska fjármálafyrirtækinu Roubini Global Economics. „Við gerum ráð fyrir vaxandi möguleikum á að evrusvæðið liðist í sundur,“ sagði Sanchez í samtali við Reuters fréttaveituna.

Sanchez sagðist þó ekki vilja gera of mikið úr hlutunum. Opinber skoðun fyrirtækisins væri sú að svæðinu tækist að komast með herkjum í gegnum þá efnahagserfiðleika sem það á við að etja. Hún vildi ekki setja nákvæma tölu á möguleikana á að evrusvæðið liðaðist í sundur en sagði að fyrirtækið teldi minni en 1% möguleika á auðveldri lausn vandamála svæðisins.

Lykilforsenda að baki spám um að evrusvæðið kunni að liðast í sundur er það sjónarmið að mjög skorti á pólitískan vilja innan svæðisins til þess að skera nægilega niður ríkisútgjöld og ennfremur að Þýskaland geti ekki staðið undir kostnaði við að halda evrusvæðinu gangandi.

mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 25/6...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
Tímaritið Birtingur til sölu
Til sölu Tímaritið Birtingur sem kom út á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar...
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...