Evrusvæðinu hugsanlega skipt

Sterkari hagkerfi myntbandalags ESB vilja losna við skuldbindingar gagnvart þeim …
Sterkari hagkerfi myntbandalags ESB vilja losna við skuldbindingar gagnvart þeim veikari. Reuters

Hugmyndir eru uppi um að skipta evrusvæðinu í tvennt. Það yrði til þess að veita sterkari hagkerfum Evrópu betri vörn gagnvart fjármálakrísum á borð við þá sem nú er í Grikklandi. 

Breska blaðið The Daily Thelegraph hefur þetta eftir hátt settum aðila innan Evrópusambandsins.

Lönd sem eru efnahagslega sterkari s.s. Þýskaland, Frakkland, Holland, Austurríki, Danmörk og Finnland mynduðu þá sérstakt evrusvæði.  Önnur evruríki, sem aðallega samanstæðu af ríkjum við Miðjarðarhaf auk Írlands, mynduðu þá annars flokks evrusvæði.  

Heimildir Thelegraph herma að frönsk og þýsk stjórnvöld hafi staðið í viðræðum þess efnis hvernig best væri að útiloka illa staddar þjóðir frá myntsamstarfinu. Niðurstaðan sé að slík útilokun sé ekki fýsileg og því hafi hugmyndir kviknað um að skipta evrusvæðinu.  

Illa stödd hagkerfi á borð við Grikkland eru mikil byrði á öðrum þjóðum myntbandalags ESB og vilja sterkari ríki losna við skuldbindingar gagnvart þeim.

Óttast er að evran þoli illa annan skell á borð við þann sem Grikkland hefur ollið.

mbl.is

Bloggað um fréttina