Vaxandi andstaða við evruna í Danmörku

Danir vilja ekki evruna.
Danir vilja ekki evruna. Reuters

Andstaða við upptöku evrunnar færist hratt í aukana samkvæmt viðskiptavef  Berlingske Tidende í dag. Er þar vísað í nýja skoðanakönnun sem gerð var fyrir Danske Bank. Ekki hefur mælst meiri andstaða við evruna í Danmörku í sambærilegum könnunum síðan árið 1999 segir í fréttinni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni eru 32,1% danskra kjósenda hlynnt upptöku evrunnar í stað dönsku krónunnar á meðan 47,8% eru því andvíg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert