Fjörtíu kílóa snákur í Danmörku

Snákur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Snákur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Reuters

Fjögurra metra löng Tígerpýton-slanga  fannst í bænum Jerslev á Jótlandi nú í vikunni.

Slangan var fjörtíu kíló að þyngd en hún hafði skriðið á milli garða bæjarins og étið stórar rottur og ketti.

 Slöngutemjarinn Peter Løve Mark sagði í samtali við danska vefritið Nordjyske.dk að hann hafi sótt slönguna á fimmtudagskvöld.

Peter segir slöngunar geta sporðrennt allt að fimm kílóa dýrum í heilu lagi. Slangan var það stór að hún leit ekki við músum..

Ef litið er til stærð slöngunnar hafa fá gæludýr horfið í bænum. „Slangan er í fínu formi og er alls ekki horuð,“ sagði Peter sem kveður þessa tegund oftast vinalega.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert