Ákærð fyrir barnamorð

Dómari ákærði í dag franska konu á fimmtugsaldri fyrir morð á átta nýfæddum börnum en lík barnanna fundust í vikunni í tveimur húsum og garði í frönsku þorpi. Eiginmaður konunnar var ákærður fyrir að aðstoða konuna við að fela líkin.

Konan, sem er á miðjum fimmtugsaldri, var ákærð fyrir morð á börnum að yfirlögðu ráði. 

Málið kom upp þegar nýir eigendur húss í bænum Villers-au-Tertre hringdu í lögreglu á laugardag og sögðust hafa fundið beinagrindur af börnum grafnar í garðinum. Húsið var áður í eigu foreldra konunnar, sem nú hefur verið ákærð.

Lögregla fann tvö barnslík í garðinum og handtók síðan hjónin, sem búa í húsi í um kílómetra fjarlægð frá húsinu þar sem fyrstu líkin fundust. Þar fundust sex lík til viðbótar. Öll voru þau af nýfæddum börnum, vafin í plast. 

Franska útvarpsstöðin   RTL segir, að konan hafi viðurkennt fyrir lögreglu að hafa orðið börnunum að bana. Þá hafi hún sagt, að hún hafi myrt fleiri börn eftir fæðingu en þau átta sem nú hafa fundist.

Hjónin eiga uppkomin börn og barnabörn. Konan vinnur sem aðstoðarmaður við hjúkrun og karlmaðurinn situr í sveitarstjórn í bænum þar sem hann hefur setið þrjú kjörtímabil.

Mál af þessu tagi hafa áður komið upp í Frakklandi á síðustu áratugum.  Í fyrra var 41 árs gömul kona dæmd í 8 ára fangelsi fyrir að verða þremur börnum að bana.

Lögregla leitar í húsi í þorpinu Villers-au-Tertre í gær.
Lögregla leitar í húsi í þorpinu Villers-au-Tertre í gær. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533330
Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533 3305...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...