Bardot vill stöðva grindadráp

Grindadráp í Færeyjum í sumar.
Grindadráp í Færeyjum í sumar. Reuters

Franski dýravinurinn og fyrrum kvikmyndastjarnan Brigitte Bardot og náttúruverndarsamtökin Sea Shepherd sendu Margréti Danadrottningu bréf í dag og báðu hana um að stöðva grindhvaladráp Færeyinga.

„Þessi hryllilega uppákoma er til skammar fyrir Danmörku og Færeyjar," segir í bréfinu. „Þetta eru ekki veiðar heldur fjöldaslátrun," bæta Bardot og Sea Shepherd við og segja að um sé að ræða úreltan sið sem ekki sé hægt að réttlæta í nútímanum.

Christophe Marie, talsmaður stofnunar Brigitte Bardot, sem berst fyrir réttindum dýra, segir að fylgst hafi verið með grindadrápum í Færeyjum undanfarnar þrjár vikur.

Hann sagði að upphaflega hefði grindhval verið slátrað til að sjá eyjaskeggjum fyrir mat en því sé ekki lengur að heilsa. Í gær hafi fulltrúar samtakanna fundið fjölda grindhvalahræja, sem hefðu hreinlega verið skilin eftir í afviknum firði.

Stofnun Bardot og Sea Shepherd segja, að Danir beri ábyrgð á þessu. Þótt Færeyjar hafi heimastjórn hafi danska strandgæslan eftirlit með lögsögu Færeyja og verndi þannig bátana, sem notaðir séu til að reka hvalina á land.  

Kate Sanderson, sem starfar í færeyska utanríkisráðuneytinu, segir að ásakanirnar í bréfinu séu fráleitar. Um sé að ræða veiðar, sem kunni að virðast ómannúðlegar en þeir, sem mótmæli því að dýr séu drepin með hnífum hafi aldrei verið í sláturhúsum.

Brigitte Bardot.
Brigitte Bardot. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...