Þrír Danir á dauðalista al-Qaeda

Kurt Westergaard.
Kurt Westergaard. Reuters

Félagar í hryðjuverksamtökunum al-Qaeda hafa ekki gleymt skopmyndamálinu svonefnda þegar danska blaðið Jyllands-Posten birti tíu skopmyndir af Múhameð spámanni árið 2005. Á nýjum dauðalista Al-Qaeda eru þrír Danir sem tengjast málinu.

Blaðið Politiken fjallar í dag um útgáfu málgagns hryðjuverkasamtakanna, sem nú kemur í fyrsta skipti út á ensku. Á dauðalistanum eru sérstaklega nefndir níu menn, sem taldir eru hafa smánað spámanninn. Það er í fyrsta lagi teiknarinn Kurt Westergaard, sem teiknaði Múhameð með sprengju í vefjarhettinum, Flemming Rose, menningarritstjóri Jyllands-Posten, sem bað um að myndirnar yrðu teiknaðar á sínum tíma, og Karsten Juste, sem var aðalritstjóri blaðsins þegar myndirnar birtust. 

Politiken hefur eftir Svíanum Magnus Ranstorp, sem hefur rannsakað hryðjuverkasamtök, að taka eigi þennan dauðalista alvarlega. Það veki áhyggjur, að á honum séu nafngreindir Danir. Ekki sé nýtt að Westergaard og Rose sé hótað en það komi á óvart að Juste bætist nú í þann hóp. 

Í grein blaðs Al-Qaeda um skopmyndamálið segir að öllum múslimum beri skylda að hefna sín á þeim, sem hafa smánað spámanninn. Listinn yfir þá, sem Al-Qaeda telur réttdræða, nær yfir heiða síðu, sem skreytt er með mynd af byssu.

Carsten Juste.
Carsten Juste. mbl.is/GSH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...