Engin breyting á stefnu gagnvart sígaunum

Frá mótmælunum í gær
Frá mótmælunum í gær Reuters

Frönsk stjórnvöld gefa ekkert eftir í baráttunni gegn sígaunum í landinu þrátt fyrir mótmæli víða í Frakklandi í gær. Tugir þúsunda Frakka komu saman og mótmæltu því að sígaunar séu sendir úr landi og ólöglegum búðum þeirra lokað.

Eric Besson sem er ráðherra innflytjendamála gaf lítið fyrir mótmælin í gær og sagði að fá ríki kæmu jafn vel fram við ólöglega innflytjendur og Frakkland. Talið er að á milli 80-100 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum í gær. 

Í gær sagði innanríkisráðherra Frakklands,  Brice Hortefeux, að engin breyting yrði gerð á stefnu stjórnvalda gagnvart sígaunum. Þeir sem gerist brotlegir við lög verði umsvifalaust vísað úr landi. Sagði hann að Sósíallistaflokkurinn sýndi það og sannaði með stuðningi sínum við mótmælin að hafi ekkert lært, myndi ekkert og skilningurinn væri enginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina