Titanic þurfti ekki að sökkva

Sýn listamanns á harmleikinn þegar Titanic fékk vota gröf. Farþegar ...
Sýn listamanns á harmleikinn þegar Titanic fékk vota gröf. Farþegar voru 2.227 en aðeins boðið upp á björgunarbáta fyrir 1.178 manns. Talið er að 1.517 manns hafi drukknað er skipið sökk.

Skipstjóri farþegaskipsins goðsagnakennda Titanic gerði afdrifarík mistök þegar hann uppgötvaði að ísjaki væri framundan. Í stað þess að sveigja frá ísjakanum fór skipstjórinn á taugum og beygði í þveröfuga átt. Þá átti græðgi eigenda þátt í að skipið sökk miklu fyrr en ella.

Þessu er haldið fram í nýrri skáldsögu Lady Patten, Good as Gold, en hún er barnabarn Charles Lightoller, annars stýrimanns í Titanic, sem hélt sannleikanum leyndum af ótta við að það kynni að keyra skipafélagið, White Star Line, í gjaldþrot.

Þá var Lightoller að reyna að vernda orðspor áhafnarinnar sem hann óttaðist að myndi hvergi fá vinnu ef hið rétta kæmi fram. Hefur hann væntanlega einnig haft hugann við ættingja áhafnarinnar og fjölskyldur þeirra.

Það er breska dagblaðið Daily Telegraph sem greinir frá málinu en þar kemur fram að Lightoller hafi síðar orðið stríðshetja í síðari heimsstyrjöldinni, rúmum tveimur áratugum eftir að skipið sökk 1912 á ferð sinni frá Southampton til New York.

Sá eini sem komst af og vissi sannleikann

Segir hún afa sinn hafa verið eina manninn úr áhöfninni sem komst lífs af og vissi um atburðarásina þennan örlagaríka apríldag.

Lady Patten fléttar upplýsingum um málið inn í skáldsögu sína en mistök skipstjórans eru rakin til þess að um það leyti sem Titanic lagði úr höfn var nýtt stýrikerfi að ryðja sér til rúms í skipum.

Gufuskip leystu seglskip af hólmi, umskipti sem áttu þátt í að stýrimenn voru vanir tveimur mismunandi stýrikerfum en Titanic var sem kunnugt er kolaknúið.

Segir á vef blaðsins að William Murdoch, fyrsti stýrimaður Titanic, hafi kallað „hart á stjórnborða“ er hann sá ísjakann í um tveggja sjómílna fjarlægð, skipun sem aðstoðarmaður hans Robert Hitchins misskildi með þeim afleiðingum að skipið beygði í ranga átt.

Mistökin uppgötvuðust nær samstundis en það var þá orðið of seint að leiðrétta stefnuna með alkunnum afleiðingum.

Græðgi og stolt flýttu fyrir harmleiknum

Sögunni er þar með ekki lokið því fram kemur í bók Lady Patten að Lightoller hafi heyrt Bruce Ismay, stjórnarformann White Star Lane, gefa áðurnefndum Hitchins skipun um að sigla áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hann hafi verið með hugann við orðspor félagsins og vafalaust talið að skipið ætti góða möguleika á að standa höggið af sér.

Sú ákvörðun stjórnarformannsins hafi haft gífurlegar afleiðingar með því að leiða til þess að skipið sökk mörgum klukkustundum fyrr en ef hægt hefði verið umsvifalaust á ferð þess um kalt norðurhafið.

Með því að halda áfram á miklum hraða jókst þrýstingurinn á byrðinginn með þeim afleiðingum að hann gaf eftir undan þunga vatnsins.

Fjórum tímum frá björgun

Næsta skip var að sögn Lady Patten í fjögurra tíma fjarlægð og því vel hugsanlegt að með því að bregðast rétt við hefði áhöfnin getað unnið nægan tíma til að bjarga öllum farþegunum.

Þess má geta að höfundurinn, Lady Patten, er eiginkona Lord Patten, menntamálaráðherra Bretlands.

Skáldsaga Lady Patten, Good as Gold.
Skáldsaga Lady Patten, Good as Gold.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Infrarauður Saunaklefi 224.000
Verð : 239.000 (er á leiðinni til íslands ) færð á 224.000 ef þú greiðir inn á h...
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, innbundin í fallegt skinnband, ástand mjög got...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...