Samkynhneigðir Bretar færri en talið var

Hæst hlutfall samkynhneigðra á Bretlandi er í Lundúnum.
Hæst hlutfall samkynhneigðra á Bretlandi er í Lundúnum. Ásdís Ásgeirsdóttir

Samkynhneigðir Bretar eru 1,5% af þjóðinni samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Bretlands. Samkvæmt því eru um 481 þúsund Bretar samkynhneigðir en auk þess telja 245 þúsund þeirra til viðbótar sig tvíkynhneigða. Almennt hefur fjöldi samkynhneigðra verið talinn um 5-7% af þjóðinni.

Eru tölurnar byggðar á viðtölum við yfir 450 þúsund manns þar sem fólk var beðið um að velja einn af fjórum kostum sem lýsti kynhneigð þeirra best. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu í dag.  

Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að samkynhneigðir eru líklegri en gagnkynhneigðir til að vera í stjórnunarstöðum og eru þar að auki betur menntaðir. Þá eru samkynhneigðir yngri en þjóðin almennt og eru 66% þeirra undir 44 ára aldri og 17% á aldrinum 16-24 ára.

Hlutfall samkynhneigðra er hæst í Lundúnum, þar sem það er 2,2%, en lægst er það á Norður-Írlandi, 0,9%.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert