Segjast hafa kosið rangan flokk

Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna.
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna. Reuters

Kjörstjórnin í Gautaborg hefur fengið kvartanir frá kjósendum, sem telja sig hafa greitt röngum flokki atkvæði. Þeir hafi ætlað að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn, sem heitir Sosialdemokraterna á sænsku, en þess í stað kosið Svíþjóðardemókratana, Sverigedemokraterna, þjóðernisflokk sem náði í fyrsta skipti mönnum á sænska þingið.

Fréttavefur Gautaborgarposten hefur eftir kjörstjórnarmanni, að það séu einkum þeir, sem ekki hafa fullt vald á sænsku, sem telji sig hafa ruglað saman flokkunum á kjörseðlinum en þeir seðlar eru býsna flóknir eins og sænska kosningakerfið.

Svíþjóðardemókratarnir berjast fyrir því, að straumur innflytjenda til Svíþjóðar verði stöðvaður.     

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert