Beita Kínverja þrýstingi

Sú tíðindi urðu á fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær að demókratar og repúblikanar náðu saman er þeir tóku höndum saman um frumvarp um að beita kínversk stjórnvöld þrýstingi til að hækka gengi júansins. Er frumvarpinu m.a. ætlað að greiða fyrir tollum á kínverskan innflutning.

Demókratinn Rob Andrews, þingmaður frá New Jersey, segir kominn tíma til að vernda bandaríska iðnframleiðslu.

„Ég tel að stefna sem feli í sér að Kínverjar haldi gjaldmiðli sínum lágum þannig að það sé auðvelt að fylla hillurnar í Walmart - um leið og vasar bandarísks launafólks eru tæmdir - en menn leiða engu að síður hjá sér, það tel ég brjálæði.“

mbl.is