Desmond Tutu dregur sig í hlé

Desmond Tutu erkibiskup í Höfðaborg og friðarverðlaunahafi Nóbels dregur sig í hlé frá opinberum störfum, á 79 ára afmælisdegi sínum. 

Desmond Tutu hefur verið lýst sem samvisku Suður-Afríku. Frá því hann var ungur prestur tók hann þátt í baráttunni gegn lögum um aðskilnað kynþátta á dögum minnihlutastjórnar hvítra manna í landinu.

Síðar var hann í forystu í sannleiks- og sáttanefndinni sem rannsakaði  glæpi sem unnir voru í skjóli kynþáttaaðskilnaðarlaganna. Síðan hefur hann oft unnið að sáttum í deilumálum.

Hann segist nú vilja gefa nýrri kynslóð forystumanna tækifæri til að láta til sín taka.
Desmond Tutu er mikill baráttumaður.
Desmond Tutu er mikill baráttumaður. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...