Desmond Tutu dregur sig í hlé

Desmond Tutu erkibiskup í Höfðaborg og friðarverðlaunahafi Nóbels dregur sig í hlé frá opinberum störfum, á 79 ára afmælisdegi sínum. 

Desmond Tutu hefur verið lýst sem samvisku Suður-Afríku. Frá því hann var ungur prestur tók hann þátt í baráttunni gegn lögum um aðskilnað kynþátta á dögum minnihlutastjórnar hvítra manna í landinu.

Síðar var hann í forystu í sannleiks- og sáttanefndinni sem rannsakaði  glæpi sem unnir voru í skjóli kynþáttaaðskilnaðarlaganna. Síðan hefur hann oft unnið að sáttum í deilumálum.

Hann segist nú vilja gefa nýrri kynslóð forystumanna tækifæri til að láta til sín taka.
Desmond Tutu er mikill baráttumaður.
Desmond Tutu er mikill baráttumaður. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...