Norður Kórea opnar vefsíðu

Kim Jong-Il, leiðtogi Norður Kóreu.
Kim Jong-Il, leiðtogi Norður Kóreu. Reuters

Norður kóreska ríkisfréttastofan hefur opnað vefsíðu bæði á ensku og spænsku til að auka við áróður sinn á netinu. Vefsíðan, sem heitir Korean Central News Agency, uppgötvaðist í morgun.

Fréttastofan hefur þó ekki fjárfest í léni en slóð síðunnar er  http://175.45.179.68

 Á forsíðu síðunnar er mynd af leiðtoganum Kim Jong-Il, ásamt öðrum embættismönnum, að virða fyrir sér hersýningu í Pyongyang.

Ekki hefur fengist staðfest hvort norður kóreska fréttastofan sjálf hafi opnað síðuna því á henni er ekkert netfang gefið upp.

Norður Kórea heldur nú þegar úti vefsíðu sem greinir frá fréttum úr öðrum ríkisfjölmiðlum en japanskar fréttastofur hafa þýtt þær fréttir á ensku.

 Í Norður Kóreu hafa örfáir aðgang að tölvum og enn færri internettengingu. Ríkið hefur þó beitt sér fyrir áróðri á netinu og m.a. opnað YouTube og Twitter síður.
mbl.is

Bloggað um fréttina

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...