Arabar aðstoða Palestínumenn

Mahmud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmud Abbas, forseti Palestínu.

Saudi Arabar hafa sent 100 milljónir Bandaríkjadollara aðstoð til Palestínu.

Aðstoðin er veitt í kjölfar fundar Mahmud Abbas, forseta Palestínu og Abdullah, konungi Saudi Arabíu. Palestínumenn tóku við fénu í gær,  en í síðustu viku fengu þeir 15,5 milljónir dollara frá sömu aðilum.

Talið er að beiðni Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að Arabalönd ættu að láta meira fé af hendi rakna til Palestínumanna, hafi haft mikil áhrif.

Aðstoð til Palestínu nam um 525 milljónum dollara á fyrri helmingi þessa árs, í fyrra nam aðstoðin 1,4 milljörðum dollara og 1,8 milljarði árið 2008.
Meirihluti fjársins hefur komið frá Bandaríkjunum og löndum Evrópusambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert