Myrti þriggja ára dóttur sína

Breskar lögreglur
Breskar lögreglur Reuters

Sómölsk kona sem var fundin sek um að hafa stungið þriggja ára gamla dóttur sína til bana og hellt sýru yfir hana í Bretlandi verður gert að dvelja á réttargæsludeild.

Iman Omar Yousef, 25 ára, var í fyrstu ákærð fyrir morðið á dóttur sinni,  Alia Jama, en dómari í Birmingham, vísaði ákærunni frá þar sem hún væri ósakhæf. Hins vegar hefur dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að móðirin væri sek um að hafa valdið dauða dóttur sinnar.

Yousef, sem er hælisleitandi í Bretlandi,  þjáist af ofsóknar geðklofai, samkvæmt fréttavef Sky. Þar kemur fram að hún sjái fólk sem ekki er sýnilegt öðrum og heyri raddir inni í höfðinu á sér. Í febrúar hringdi hún í nokkur skipti í neyðarlínuna til þess að kvarta yfir fólki sem héldi til fyrir utan heimili hennar í Erdington í Birmingham og óttaðist hún um öryggi sitt.

Að sögn lögreglu var enginn nálægur að ógna henni. Tveir lögregluþjónar hittu hins vegar dóttur hennar glaða og ánægða. Sögðu þeir að Alia hafi verið afar heilbrigð að sjá og teiknað handa þeim myndir.

En næsta dag voru sömu lögregluþjónar sendir á sama heimilisfang af ættingja Yousef sem var óttasleginn eftir að hún hafði birst í Leicester án dóttur sinnar.

Lögreglan braut upp hurðina á heimili hennar í Birmingham og fundu stúlkuna látna með stungusár á líkamanum. Annar lögregluþjónanna fann sýrulykt af líkinu sem var illa útlítandi en hin lögreglan féll í öngvit við þeirri sýn sem blasti við þeim.

Taldi saksóknari að konan hafi reynt að leysa lík stúlkunnar upp með sýrunni. 

Þá tvo daga sem réttarhöldin stóðu yfir, án þess að Yousef væri viðstödd, kom fram að þrátt fyrir erfið veikindi þá hafi hún verið afar góð móðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert