Castro er skotmark nýs tölvuleiks

Fidels Castro
Fidels Castro JOSE GOITIA

Kúbverjar fordæma nýjan, bandarískan tölvuleik sem gengur út á að sérsveitarmenn reyni að drepa Fidel Castro á hans yngri árum. Ríkisreknir fjölmiðlar á Kúbu segja að leikurinn sé tilraun til að réttlæta morð í nafni afþreyingar. Vefmiðillin Cubadebate bætir því við að tölvuleikurinn muni gera bandarísk börn andfélagsleg.

Búist er við því að tölvuleikurinn, sem nefnist „Call of Duty: Black Ops", verði einn mest seldi tölvuleikur ársins. Fréttaritari BBC á Kúbu segir að umræðan þar sé á þá leið að ríkisstjórn Bandaríkjanna sé að reyna að ná þeim markmiðum í sýndarveruleika sem þeim hefur aldrei tekist í raunveruleikanum á þeim 50 árum sem Castro hefur verið við völd. Er því haldið fram í kúbverskum fjölmiðlum að yfir 600 tilraunir hafi verið gerðar til að taka Castro af lífi, allt frá því að eitra fyrir honum til þess að gefa honum vindla með sprengiefni.

Tölvuleikurinn kom á markað í síðustu viku. Sögusviðið er Kalda stríðið og er spilendum fengin ýmis leynileg verkefni til að sinna af hendi sem sérsveitarmenn. Þar á meðal fara þeir um götur Havana borgar skjótandi í allar áttir til að reyna að fella uppreisnarleiðtogann. Leikurinn er þróaður af bandaríska fyrirtækni Treyarch. Þetta er ekki fyrsti umdeildi stríðs-tölvuleikurinn sem fyrirtækið sendir frá sér.  Í síðasta mánuði var nýjasta útgáfa leiksins Medal of Honor bönnuð í bandarískum herstöðvum, vegna þess að í leiknum geta spilendur þóst vera skæruliðar talíbana sem reyna að drepa bandaríska hermenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Ukulele
...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...