Dæmd til dauða fyrir guðlast

Múslímakonur í Pakistan
Múslímakonur í Pakistan STR/PAKISTAN

Kristin kona í Pakistan var á mánudag dæmd til dauða fyrir guðlast. Konan, sem er 45 ára og fimm barna móðir og heitir Asia Bibi. Þetta er í fyrsta sinn svo vitað sé sem dauðadómur er kveðinn upp yfir konu vegna guðlasts í Pakistan og hafa mannréttindasamtök mótmælt honum harðlega.

Enn hefur engin aftaka vegna guðlasts verið framkvæmd í Pakistan en mál Bibi hefur vakið athygli á umdeilanlegum lögum þessa múslímaríkis um guðlast. Mannréttindasamtök segja að lögin séu vatn á millu íslamskra öfgahópa, í landi þar sem árásir talibana eru daglegt brauð.

Mál Bibi má rekja aftur til júní 2009, þegar hún vann í landbúnaði og var beðinn um að sækja drykkjarvatn fyrir konurnar á akrinum. Hópur múslímskra verkakvenna mótmælti hinsvegar og sagði að þar sem Bibi væri ekki múslími þá ætti hún ekki að snerta vatnsskálina. Nokkrum dögum síðar leituðu þær til klerks í bænum og báru þær sakir á Bibi að hafa talið niðrandi um Múhameð spámann. Klerkurinn fór til lögreglu, sem hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið var Bibi handtekin og ákærð.

Hún hefur nú verið dæmd til hengingar og útilokar dómarinn með öllu að um falsar ásakanir geti verið að ræða. Eiginmaður hennar segist ætla að áfrýja dómnum fyrir hæstarétt. Hjónin eiga 5 börn.  Á síðasta ári var ungt par dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir guðlast í Pakistan.  Mannréttindasamtök segja að lögin séu iðulega misnotuð gagnvart minnihlutahópum og kalla eftir að þau verði aflögð.

Um 167 milljónir manna búa í Pakistan og þar af eru aðeins um 3% sem ekki eru múslímar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert