Fuglaflensa í Hong Kong

Tæplega sextug kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Hong Kong með fuglaflensu. Er þetta í fyrsta skipti sem fuglaflensa er greind í manni í Hong Kong í sjö ár. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum veiktist konan skömmu eftir að hún kom frá meginlandi Kína þar sem hún hafði verið í heimsókn.

Ekki er vitað hvort hún smitaðist þar eða í Hong Kong. Hafa yfirvöld í Hong Kong hækkað viðbúnaðarstig vegna þessa í alvarlegt. Það þýðir að hætta sé á útbreiðslu sjúkdómsins.

Síðast þegar H5N1 fuglaflensa braust út í Hong Kong, árið 2003, létust sex úr sjúkdómnum.

Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert