ESB aðvarar Íra

Frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins.
Frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins. Reuters

Fulltrúar Evrópusambandsins hafa varað írsk stjórnvöld við að efna til þingkosninga í janúar nú þegar landið þarf á neyðaraðstoð á halda vegna íþyngjandi skuldabyrði. Fulltrúi ESB sem Daily Telegraph ræddi við líkti andstæðingum írska forsætisráðherrans við rottur sem flýi sökkvandi skip.

Umrædda andstæðinga er að finna í flokki Brians Cowens forsætisráðherra, Fianna Fail, og í Græna flokknum, samstarfsflokki hans í ríkisstjórn.

Fylgi Finna Fail hefur ekki mælst minna í 88 ár og segir blaðið þingmennina hafa hugann við að komast hjá því að missa þingsæti sitt með því að losa sig við Cowen í tæka tíð fyrir kosningabaráttu sína.

Forsætisráðherrann sé orðinn baggi á flokknum sem beri að fórna.

Héldu að embættismenn í Brussel væru vinir sínir

Cowen hefur sagt við kjósendur sína að neyðaraðstoð ESB kunni að verða í uppnámi ef ríkisstjórnin falli, túlkun sem ónafngreindur diplómati ýjar að í samtali við Daily Telegraph.

Blaðið ræðir einnig við Declan Ganley, leiðtoga nei-herferðarinnar gegn Lissabon-sáttmálanum árið 2008, en hann sakar ESB um að þvinga írska stjórnmálamenn til að fallast á óvinsælar björgunaraðgerðir í því skyni að vernda evruna.

„Írskri stjórnmálastétt hefur verið fórnað á altari hentugleika þeirra sem þeir héldu að væru vinir sínir í Brussel, Berlín og París. Þeir hafa teflt skák við jafningja Kasparovs í stjórnmálum og áttu þar enga möguleika.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
 
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...