Nítján þjóðir hunsa Nóbelsathöfnina

Friðarverðlaunahafinn Liu Xiaobo fær ekki að vera viðstaddur afhendingu verðlaunanna …
Friðarverðlaunahafinn Liu Xiaobo fær ekki að vera viðstaddur afhendingu verðlaunanna á föstudag Reuters

Kína og átján aðrar þjóðir hafa tilkynnt um að fulltrúar þeirra verði ekki viðstödd afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Ósló á föstudag.  Ástæðan er að Nóbelsnefndin ákvað að veita kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo friðarverðlaunin í ár.

Þjóðirnar sem um ræðir eru auk Kína: Rússland, Kasakstan, Kólumbía, Túnis, Sádí-Arabía, Pakistan, Serbía, Írak, Íran, Víetnam, Afganistan, Venesúela, Filippseyjar, Egypaland, Súdan, Úkraína, Kúba og Marokkó.

Hér er listinn yfir þjóðirnar á vef BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert