Gefa helming auðæfa sinna

Mark Zuckerberg er í hópi 57 milljarðamæringa sem ætla að ...
Mark Zuckerberg er í hópi 57 milljarðamæringa sem ætla að gefa helming auðæfa sinna til mannúðarmála. Reuters

Forkólfar facebook, þeir Mark Zuckerberg og Dustin Moskovitz, hafa nú bæst í ört stækkandi hóp milljarðamæringa sem hafa skuldbundið sig til að gefa í það minnsta helming auðæfa sinna til mannúðarsamtaka.

Bill Gates og Warren Buffet, tveir ríkustu menn í heimi, standa fyrir átaki sem miðar að því að fá sem flesta milljarðamæringa í heiminum til þess að vinna slíkt heiti. Nú hafa 57 milljarðamæringar heitið helmingi auðæfa sinna til mannúðarmála í tengslum við átak þeirra Gates og Buffets. Þeir félagar stefna ótrauðir áfram en í milljarðamæringar eru um 400 talsins í Bandaríkjunum einum samkvæmt upplýsingum frá Forbes tímaritinu.

Átakið heitir Gjafaheitið eða The Giving Pledge og snýst aðallega um að veita milljarðamæringum siðferðislegt aðhald en samtökin taka hvorki á móti peningum né heldur ákveða þau hvert peningarnir eigi að fara.

Milljarðamæringarnir sem gengist hafa við skuldbindingunni er það svo í sjálfs vald sett hvort þeir gefi auðæfin í lifanda lífi eða í formi arfs.

Því er við að bæta að Mark Zuckerberg gaf nýlega um 100 milljónir Bandaíkjadala til skólastarfs í New Jersey. Auðæfi Zuckerbergs eru nú metin á um 6,9 milljarða Bandaríkjadala.

Reuters fréttaveitan greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...
flottur furu hornskápur ódýr
er með flottan furu hornskáp á 25,000.kr sími 869-2798...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...