Tölvuhakkari laus úr haldi lögreglu

Tölvuþrjótarnir hafa m.a ráðist á vefsíður Visa og Mastercard og ...
Tölvuþrjótarnir hafa m.a ráðist á vefsíður Visa og Mastercard og gert þær óvirkar um stund. Reuters

Nítján ára gömlum tölvuhakkara hefur verið sleppt eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið þátt í netárásum á vefsíður Visa, Mastercard, Moneybookers og á vef hollenska ríkissaksóknarans. Stuðningsmenn Wikileaks hafa staðið á bak við árásir á fyrirtæki sem hafa hætt að þjónusta uppljóstrunarvefinn.

Unglingspilturinn var handtekinn í Hoogezand-Sappemeer í Hollandi. Talsmaður hollenska ríkissaksóknarans hefur ekki gefið út hvort pilturinn verði ákærður fyrir athæfið.

Sextán ára piltur sem var handtekinn fyrr í vikunni er hins vegar enn í haldi lögreglu. Hann er grunaður um mun alvarlegri brot og segir talsmaðurinn að rannsókn málsins standi enn yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

HEIMA ER BEZT
Heima er bezt tímarit Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift www.heimaerbezt.n...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Hreinsa rennur
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...