Tölvuhakkari laus úr haldi lögreglu

Tölvuþrjótarnir hafa m.a ráðist á vefsíður Visa og Mastercard og …
Tölvuþrjótarnir hafa m.a ráðist á vefsíður Visa og Mastercard og gert þær óvirkar um stund. Reuters

Nítján ára gömlum tölvuhakkara hefur verið sleppt eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið þátt í netárásum á vefsíður Visa, Mastercard, Moneybookers og á vef hollenska ríkissaksóknarans. Stuðningsmenn Wikileaks hafa staðið á bak við árásir á fyrirtæki sem hafa hætt að þjónusta uppljóstrunarvefinn.

Unglingspilturinn var handtekinn í Hoogezand-Sappemeer í Hollandi. Talsmaður hollenska ríkissaksóknarans hefur ekki gefið út hvort pilturinn verði ákærður fyrir athæfið.

Sextán ára piltur sem var handtekinn fyrr í vikunni er hins vegar enn í haldi lögreglu. Hann er grunaður um mun alvarlegri brot og segir talsmaðurinn að rannsókn málsins standi enn yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina