Leigubílstjórar í skotheld vesti

Reuters

Á annan tug leigubílstjóra í New York ætlar að vera í skotheldum vestum við akstur en þetta er liður í baráttu gegn árásum á bílstjóra þar í borg. Munu þeir klæðast vestum undir skyrtum sínum eða jökkum en vestunum verður dreift til bílstjóra sem keyra á svörtu leigubifreiðar (Livery cabs) og fara í hverfi eins og Bronx, Brooklyn og Queens.

Umræddar leigubifreiðar er hægt að panta með símtali ólíkt hina þekktu gulu leigubifreiðar sem einkenna New York og taka farþega upp úti á götu. 

Ráðist hefur verið á yfir 300 leigubílstjóra í New York á undanförnum mánuðum.
mbl.is

Bloggað um fréttina