Segir Svía undirbúa framsal

Julian Assange (t.h.) ásamt lögmanni sínum, Mark Stephens.
Julian Assange (t.h.) ásamt lögmanni sínum, Mark Stephens. Reuters

Mark Stephens, lögmaður Julians Assanges, stofnanda Wikileaks, segir að sænsk stjórnvöld ætli að framselja skjólstæðing sinn til Bandaríkjanna og að þau fari leynt með undirbúninginn.

Stephens segir í samtali við þýska vikublaðið Die Zeit að hann telji að sænskir embættismenn vinni nú með bandarískum starfsbræðrum sínum að því að undirbúa framsalið. Assange verði svo fluttur til Bandaríkjanna um leið og bandarísk yfirvöld hafa ákært hann.

„Við erum að heyra að Svíarnir séu reiðubúnir að láta nauðgunarákæruna á hendur Assange falla niður um leið og Bandaríkjamennirnir krefjast framsalsins,“ segir Stephens, og segist hafa þetta eftir heimildarmönnum sínum í Stokkhólmi og í Washington.

Hann heldur því fram að Svíar séu með þessu að kaupa sér tíma þar til Bandaríkin geti sjálf ákært Assange vegna birtingu bandarískra leyniskjala á vef Wikileaks.

Stephens segir að Assange sé þeirrar skoðunar að hann muni ekki fá sanngjörn réttarhöld í Svíþjóð. Þess vegna berjist hann nú gegn því að vera framseldur frá Bretlandi.

Assange hefur búið heima hjá stuðningsmanni sínum í Bretlandi frá því honum var sleppt úr haldi bresku lögreglunnar gegn greiðslu tryggingar þann 16. desember sl. Var Assange handtekinn eftir að Svíar gáfu út handtökuskipun á hendur honum.

Stephens segir að Svíþjóð verði endastöð fyrir Assange áður en hann verði færður á bak við lás og slá í hámarksöryggisfangelsi í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
 
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...